Til umsagnar
10.2.–3.3.2025
Í vinnslu
4.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-25/2025
Birt: 10.2.2025
Fjöldi umsagna: 13
Drög að frumvarpi til laga
Heilbrigðisráðuneytið
Lyf og lækningavörur
Drög að frumvarpi leggja til breytingar á lyfjalögum, nr. 100/2020, lögum um lækningatæki, nr. 132/2020, og lögum um dýralyf, nr. 14/2022.
Ráðuneytið hefur birt fylgiskjal sem sýnir rekjanlegar breytingar á lyfjalögum nr. 100/2020 sem frumvarpsdrögin leggja til. Birt með fyrirvara um villur.
1. gr. frumvarpsdraganna, sbr. breytingar á 3. gr. laganna, inniheldur röng númer töluliða og verðar gerðar viðeigandi leiðréttingar á greininni.
Helstu breytingar sem frumvarpsdrögin innihalda eru eftirfarandi:
• Heimildir Lyfjastofnunar til að bregðast við lyfjaskorti.
• Skýrar skyldur á heildsöluleyfishafa um að tilkynna um lyfjaskort innan tveggja mánaða nema skortur sé ófyrirséður.
• Sérstök skylda á heildsöluleyfishafa um að tryggja jafna dreifingu lyfja.
• Reglugerðarstoð fyrir lyfjafræðilega þjónustu.
• Breytingar á ákvæðum er varða lyf án markaðsleyfis, sbr. undanþágulyf.
• Heimildir lyfjafræðinga til að ávísa bóluefnum vegna bólusetninga í lyfjabúðum.
• Breyting á heiti lyfjanefndar Landspítala yfir í hlutlausara heiti með vísan til hlutverks nefndarinnar á landsvísu og ráðherra veittar heimildir til að kveða á um starfsemi annarra lyfjanefnda heilbrigðisstofnana. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að heiti lyfjanefndar Landspítala verði hlutlaust og endurspegli hlutverk nefndarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hafði áður lagt upp með að breyta heitinu í „lyfjaráð“ en það er þegar í notkun hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og hætta á ruglingi. Í drögunum er því notast við „fagráð lyfja“ en ráðuneytið óskar eftir tillögum að betra heiti.
• Breytingar á ákvæðum um greiðsluþátttöku lyfja, m.a. eru vinnureglur sjúkratryggingastofnunarinnar gerðar hluti af ákvörðun um greiðsluþátttöku í lyfjum.
Sjá nánari útlistun á meginefni frumvarpsdraganna í 3. kafla greinargerðarinnar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa lýðheilsu og vísinda
hrn@hrn.is