Til umsagnar
7.–17.2.2025
Í vinnslu
18.–18.2.2025
Samráði lokið
19.2.2025
Mál nr. S-23/2025
Birt: 7.2.2025
Fjöldi umsagna: 10
Áform um lagasetningu
Innviðaráðuneytið
Sveitarfélög og byggðamál
Ráðuneytinu bárust tíu umsagnir frá sveitarfélögum, landshlutasamtökum og hagsmunaaðilum. Í öllum umsögnum var tekið undir markmið frumvarpsins og fyrirhuguðum breytingum fagnað. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga (mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög) verða birt í samráðsgátt í febrúar.
Breytingarnar fela m.a. í sér skýrari feril kostnaðarmats auk þess sem lögð verður til ný almenn leið til að leysa úr ágreiningsmálum milli ríkis og sveitarfélaga um matið.
Í þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 sem samþykkt var á Alþingi þann 5. desember 2023 var lagt til í sjöttu aðgerð aðgerðaáætlunarinnar, að fram færi endurskoðun á ferli kostnaðarmats, þ.e. mati á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Aðgerðinni er m.a. ætlað að koma til móts við gagnrýni sveitarfélaganna, m.a. um að dæmi séu um að kostnaðarmat af þessu tagi séu ekki framkvæmd, matið sé oft ekki fullnægjandi, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála
irn@irn.is