Til umsagnar
6.–20.2.2025
Í vinnslu
21.2.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-22/2025
Birt: 6.2.2025
Fjöldi umsagna: 1
Áform um lagasetningu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Áform um að leggja fram frumvarp til laga um lágmarksskatt á fjölþjóðleg stórfyrirtæki
Áformað er að innleiða samræmdar reglur um 15% lágmarksskatt fjölþjóðlegra samstæðna með það að markmiði að draga úr skaðlegri skattasamkeppni á milli landa. Fyrirmynd reglnanna hefur verið samin á vettvangi OECD (Inclusive Framework), ásamt greinargerð og leiðbeiningum um framkvæmd reglnanna. Ísland hefur áform um að taka reglunar upp í landslög án frávika (að svo miklu leyti sem það er hægt) þannig að unnt sé að beita þeim með samræmdum hætti á milli ríkja. Er áformað að taka upp tilskipun Evrópuráðsins nr. 2022/2523, sem byggir á fyrirmundareglum OECD, vegna aðildar Íslands að EES.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is