Til umsagnar
6.–20.2.2025
Í vinnslu
21.2.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-21/2025
Birt: 6.2.2025
Fjöldi umsagna: 13
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Stýrihópur á vegum matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis óskar eftir tillögum frá hagsmunaaðilum varðandi fyrirkomulag eftirlits með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum.
Stýrihópur á vegum matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis með þátttöku fulltrúa frá innviðaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða og Samtaka atvinnulífsins óskar eftir tillögum/ábendingum frá atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum varðandi fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.
Ísland þarf að tryggja að eftirlitskerfið er varðar ofangreinda þætti sé samræmt, skilvirkt og uppfylli þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist á grundvelli EES-samningsins og þeirrar löggjafar sem tekin hefur verið upp á grundvelli samningsins.
Óskað er eftir því að tillögur/ábendingar séu framsettar til að byggja upp kerfið til hagsbóta fyrir almenning, þjónustuþega og framkvæmdaaðila.
Til grundvallar vinnu stýrihópsins liggja skýrslur eftirlitsstofnana og úttektir á ferlum, auk efnis og niðurstöðum frá nokkrum starfshópum.
Mikilvægt er að það stjórnsýslufyrirkomulag sem valið verður til framtíðar fyrir framkvæmd eftirlits skapi forsendur til þess að koma nauðsynlegum úrbótum til leiðar, m.a. gagnvart því að samræma framkvæmd eftirlits, gera það skilvirkt og auka yfirsýn.
Forsendur þeirra breytinga sem skoðaðar eru eiga það sameiginlegt að tekið verði upp samræmt upplýsingakerfi fyrir skráningar og skýrsluhald fyrir eftirlit með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum, sem öll eftirlitsstjórnvöld noti í sinni starfsemi.
Tillögur má setja fram fyrir einstaka verkþætti, málefnasvið eða alla eins og fram kemur hér að ofan.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar
urn@urn.is