Til umsagnar
6.–20.2.2025
Í vinnslu
21.2.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-20/2025
Birt: 6.2.2025
Fjöldi umsagna: 5
Drög að frumvarpi til laga
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Lögð er til breyting á heiti Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nýtt heiti verði Sjónstöðin.
Frumvarp þetta er samið í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Í frumvarpinu er lagt til að heiti þeirrar stofnunar sem sinnir þjónustu við blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu verði breytt. Stofnunin beri nú hið óþjála heiti Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Heiti stofnunarinnar er því þrettán orð sem innihalda rúmlega 90 bókstafi. Í daglegu máli notast stofnunin sjálf við Sjónstöðina sem eigið heiti, auk notenda hennar og augnlækna sem vísa skjólstæðingum sínum þangað. Er því lagt til að nýtt heiti stofnunarinnar verði Sjónstöðin en sú breyting er lögð fram til einföldunar og til samræmis við almenna málnotkun.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa félags- og lífeyrismála
frn@frn.is