Til umsagnar
4.–18.2.2025
Í vinnslu
19.2.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-17/2025
Birt: 4.2.2025
Fjöldi umsagna: 5
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir áform um breytingar á ákvæðum laga um almannatryggingar um aldursviðbót og tengingu fjárhæða lífeyrisgreiðslna við launavísitölu.
Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar um að aldursviðbót haldi sér en falli ekki niður á því tímamarki þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin með örorku muni áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu. Jafnframt verður lögð til sú breyting að hækkanir á greiðslum almannatryggingalaga skuli taka mið af launavísitölu í stað viðmiðs um launaþróun sem notað er í dag. Nokkrar breytingar eru einnig fyrirhugaðar í tengslum við innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa félags- og lífeyrismála
ingibjorg.eliasdottir@frn.is