Til umsagnar
4.2.–4.3.2025
Í vinnslu
5.–6.3.2025
Samráði lokið
7.3.2025
Mál nr. S-15/2025
Birt: 4.2.2025
Fjöldi umsagna: 3
Annað
Heilbrigðisráðuneytið
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Það bárust þrjár umsagnir við drögin. Starfshópurinn sem vann drög að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi mun rýna umsagnir sem bárust og vinna úr þeim.
Drög að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi fyrir árin 2025 – 2030.
Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi með víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Árangursrík aðgerðaáætlun er því mikilvæg til að stuðla að bættri heilsu landsmanna.
Starfshópur skipaður af fyrrum heilbrigðisráðherra vann tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir árin 2025 – 2030.
Tillögurnar í aðgerðaáætluninni 2025 – 2030, styðja við aðrar núgildandi stefnur og áætlanir á sviði geðheilbrigðis, lýðheilsu og áfengis- og vímuvörnum. Stuðst er við gagnreynda þekkingu á sjálfsvígforvörnum, bæði innan– og utanlands. Horft var til leiðbeininga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, klínískra leiðbeininga og árangursríkra áhersluatriða í sjálfsvígsforvörnum á alþjóðavísu.
Í áætluninni eru 26 aðgerðir sem snúa að öllum stigum sjálfsvígsforvarna; forvörnum, íhlutunum og stuðningi eftir sjálfsvíg. Aðgerðaáætlunin byggir á eftirfarandi sjö efnisflokkum:
1. Samhæfing og skipulag
2. Stuðningur og meðferð
3. Takmörkun á aðgengi að hættulegum efnum, hlutum og aðstæðum
4. Vitundarvakning og fræðsla
5. Forvarnir og heilsueflingarstarf
6. Gæðaeftirlit og sérfræðiþekking
7. Stuðningur við eftirlifendur
Haghöfum og almenningi er hér með boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og er umsagnarfrestur til 4. mars 2025.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa lýðheilsu og vísinda
hrn@hrn.is