Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.1.–14.2.2025

2

Í vinnslu

  • 15.–20.2.2025

3

Samráði lokið

  • 21.2.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-9/2025

Birt: 31.1.2025

Fjöldi umsagna: 14

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, nr. 1106/2015

Niðurstöður

Alls bárust umsagnir frá 12 aðilum. Í meðfylgjandi skjali er gerð grein fyrir helstu atriðum sem komu fram í umsögnum og reifuð afstaða ráðuneytisins til þeirra.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, nr. 1106/2015.

Nánari upplýsingar

Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 19/2024 þann 4. desember sl. var komist að þeirri niðurstöðu að sá hluti reglugerðar nr. 1106/2015 um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara (mismun á innkaupsverði og söluverði) skorti lagastoð. Í dómnum kemur fram að lög nr. 86/2011 um verslun og áfengi, sem reglugerðin byggir á, heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar sé hins vegar ekki minnst á framlegð.

Þær breytingar sem lagðar eru hér til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar. Nánar tiltekið eru það tillögur að breytingum á 2. tölul. 4., 15., 16. 24., 25. og 27. gr. reglugerðarinnar.

Aðrar helstu breytingar eru sem hér segir:

1) Lögð er til breyting á 16. gr. reglugerðarinnar þess efnis að ÁTVR birtir skrá yfir söluárangur allra vara í reynsluflokki að liðnu hverju reynslusölutímabili. Samkvæmt gildandi reglugerð birtir ÁTVR þessar upplýsingar meðan reynslusölutímabil er enn í gildi. Það fyrirkomulag leiðir til þess að birgjar geta haft áhrif á eftirspurn vörunnar.

2) Vörur sem falla úr reynsluflokki eða kjarnaflokki vegna þess að árangursviðmiðum er ekki náð falla úr vöruúrvali ÁTVR og er vörukaupasamningi sagt upp. Inntaka vöru í sérflokk skal grundvallast á undanfarandi auglýsingu. Vörur koma því ekki sjálfkrafa til álita í sérflokk við brottfall úr reynslu- eða kjarnaflokki. Sjá nánar breytingar á 17. og 18. gr. reglugerðarinnar.

3) Vara sem fellur úr kjarnaflokki vegna þess að árangursviðmiðum er ekki náð verður ekki gjaldgeng í reynslusölu á ný fyrr en 12 mánuðum eftir að hún fellur úr flokknum. Þessi regla gildir nú þegar um vörur í reynsluflokki. Rétt þykir að sama regla gildir um vörur í kjarnaflokki. Sjá nánar breytingu á 18. gr.

4) Með breytingu á 43. gr. reglugerðarinnar er verið að bregðast við úrskurði fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að ekki sé lagaheimild fyrir því að birgjar greiðir fyrir kostnað af sýnishornum.

Aðrar breytingar, en greinir hér að framan, eru til frekari skýringar og/eða til að tryggja betur samræmi í núverandi verklagi ÁTVR.

Ábendingar sem berast í samráðsgátt um efni reglugerðarinnar að öðru leyti kunna að verða nýttar í þágu heildarendurskoðunar reglugerðarinnar sem stefnt er að á næstu misserum.

Innsendar umsagnir (14)

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is