Til umsagnar
5.–20.2.2025
Í vinnslu
21.2.–18.3.2025
Samráði lokið
19.3.2025
Mál nr. S-8/2025
Birt: 5.2.2025
Fjöldi umsagna: 19
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Alls bárust 17 umsagnir um þingsályktunina. Umsögnum er svarað í greinargerð þingsályktunarinnar, en þingsályktunin og greinargerð hennar verða lögð fyrir 156. löggjafarþing Alþingis.
Þingsályktun um framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára, þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.
Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er lögð fram sem þingsályktun. Um er að ræða fyrstu áætlunina sem unnin er frá gildistöku endurskoðaðra laga um náttúruvernd árið 2013 og nær til fimm ára tímabils frá 2025-2029. Framkvæmdaáætlun skal, í samræmi við 2. tölulið 2. mgr. 33. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 vera skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.
Tilgangurinn með vinnslu framkvæmdaáætlunar er að koma upp neti friðlýstra svæða til að stuðla að verndun lífríkis og jarðminja.
Í apríl 2018 lagði Náttúrufræðistofnun Íslands (nú Náttúrufræðistofnun) fram tillögur að svæðum á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fuglategunda og jarðminja, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Alls voru svæðin 112 talsins. Í þingsályktunardrögunum er lagt til að sex af þessum 112 svæðum fari á framkvæmdaáætlun. Rétt er að benda á að rúmlega 50 svæði af þeim 112 svæðum sem Náttúrfræðistofnun Íslands lagði til eru þegar innan friðlýstra svæða. Með því að gera tillögu að svæðum sem eru innan þegar friðlýstra svæða var stofnunin að benda á sérstöðu svæðanna innan stærri heildar sem taka þyrfti tillit til t.d. í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði. Töluvert samráð hefur átt sér stað til þessa við kynningu á þeim svæðum sem lagt er til að fari á framkvæmdaáætlun. Áður en lögbundið kynningarferli fór fram kynnti Náttúruverndarstofnun (þá Umhverfisstofnun) ferli framkvæmdaáætlunar sérstaklega fyrir viðeigandi sveitarfélögum og landeigendum til að upplýsa um verkefnið, hvað það fæli í sér og um fyrirhugað lögbundið kynningarferli. Í kjölfarið var farið í lögbundið kynningarferli þar sem tillaga að 10 svæðum á framkvæmdaáætlun var auglýst í Lögbirtingarblaðinu. Eftir að kynningartíma lauk lagði stofnunin til að grundvöllur væri fyrir því að svæðin Goðdalur, Hengladalir, Húsey-Eyjasel, Lauffellsmýrar, Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur og Reykjanes – Þorlákshver við Brúará færu á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár 2025-2029. Svæðin hafa öll hátt verndargildi. Þar er til dæmis að finna fágæta jarðhitalæki, víðáttumiklar mýrar sem gegna hlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar, staðbundnar fisktegundir, og einnig leita fuglategundir á válista þar athvarfs.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni.
steinar.kaldal@urn.is