Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.–30.1.2025

2

Í vinnslu

  • 31.1.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-4/2025

Birt: 21.1.2025

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2029

Málsefni

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

Nánari upplýsingar

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins er fimm ára áætlun þar sem sett eru fram áhersluverkefni svæðisins sem taka mið af framtíðarsýn og þeim leiðarljósum sem m.a. er sett fram í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Undirbúningur vinnu við sóknaráætlun hófst á sumarmánuðum 2024 en formleg vinna átti sér stað í lok þess árs. Netkönnun var gerð meðal kjörinna fulltrúa og stjórnenda sveitarfélaganna. Jafnframt var hún send á fulltrúa frá háskóla-, atvinnu- og menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Vinnustofa var haldinn 1.nóvember í Hlégarði með þátttöku fyrrgreindra aðila og úrvinnslufundur stjórnar SSH var haldinn 6. desember þar sem markmið og áhersluverkefnin voru mótuð.

Eins og í fyrri sóknaráætlun svæðisins er verið að horfa til þriggja megin málaflokka þ.e., Velferð og Samfélag, Umhverfis- og samgöngumál, atvinnu- og nýsköpun.

Áhersluverkefnin sem fram koma í áætluninni er grunnurinn af þeim verkefnum sem unnin verða á næstu árum m.t.t. þeirra framtíðarsýnar og leiðarljósa sem svæðið hefur skilgreint.

Er öllum, íbúum, sem og öðrum hagaðilum, hvattir til að kynna sér nýja sóknaraætlun sem hér er í samráðsgáttinni.

Þá er bent á heimasíðu www.ssh.is, en þar undir sóknaráætlun má sjá ýmislegt efni og fréttir frá fyrri sóknaráætlun (2020-2024).

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

pallbg@ssh.is