Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–23.1.2025

Í vinnslu

Samráði lokið

Mál nr. S-1/2025

Birt: 2.1.2025

Fjöldi umsagna: 2122

Annað

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Verum hagsýn í rekstri ríkisins

Málsefni

Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Ríkisstjórnin leitar nú samstarfs við þjóðina um þetta verkefni.

Nánari upplýsingar

Saman höfum við Íslendingar byggt upp sterkt samfélag þar sem lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Það á við um ráðstöfun sameiginlegra sjóða, svo sem til fjárfestingar, þjónustu og samtryggingar. Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt.

Ríkisreksturinn er flókinn og margskiptur. Margt í rekstri ríkisins gengur vel en annað má betur fara. Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.

Hvar og hvernig má hagræða í rekstri ríkisins? Myndum við verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti ef við værum að byrja frá grunni? Hvar mætti stokka upp eða breyta forgangsröðun? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera sem auðvelt væri að taka á? Hvað myndir þú gera öðruvísi?

Ríkisstjórnin óskar eftir liðsinni þínu í þessu verkefni. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt til 23. janúar. Sérstakur starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins fer yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar verða nýttar við að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í ríkisrekstri. Samhliða mun ríkisstjórnin óska eftir upplýsingum og ábendingum frá ríkisstofnunum.

Engin mörk eru sett á lengd umsagna en þess er óskað að þær séu settar fram með skýrum hætti. Á meðal atriða sem líta mætti til eru eftirfarandi:

1. Hagræðing til skemmri tíma

• Verkefni sem gætu fallið niður

• Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi

• Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins

• Starfsmannahald

• Opinber innkaup

• Verktakar

• Annar rekstrarkostnaður

2. Hagræðing til lengri tíma

• Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Þátttakendum í þessu samráðsferli er þó heimilt að óska eftir að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samhæfingar

for@for.is