Til umsagnar
21.12.2024–27.1.2025
Í vinnslu
28.1.–10.2.2025
Samráði lokið
11.2.2025
Mál nr. S-246/2024
Birt: 21.12.2024
Fjöldi umsagna: 21
Stöðumat og valkostir
Heilbrigðisráðuneytið
Lyf og lækningavörur
Það bárust 21 umsögn við drögin. Starfshópurinn sem vann drög að grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi mun rýna umsagnir sem bárust og vinna úr þeim.
Markmið vinnu grænbókarnefndar var m.a. að greina stöðu ADHD mála hér á landi og lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerta fólk með ADHD sem og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði fyrir ári síðan grænbókarnefnd til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD sem hefur nú þegar skilað grænbókinni til ráðherra. Markmið vinnunnar var m.a. að greina stöðu þessara mála hér á landi, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerta fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast.
Þekking almennings á ADHD-heilkenninu (athyglisbresti með eða án ofvirkni) hefur aukist á undanförnum árum og samfara því hefur ákall um aukið aðgengi að greiningu og meðferð orðið háværara. Þrátt fyrir að hér á landi hafi fleiri hlotið greiningu og lyfjameðferð en þekkist í nágrannalöndunum hafa biðlistar eftir greiningu lengst. Ljóst er að biðlistar snerta samfélagið á víðtækan hátt og hafa áhrif á einstaklinga, bæði börn og fullorðna, fjölskyldur og atvinnulíf. Málefnasviðið gengur því þvert á nokkur ráðuneyti, þ.e. mennta- og barnamálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti auk heilbrigðisráðuneytis.
Haghöfum og almenningi er hér með boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og er umsagnarfrestur til 27. janúar 2025.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa lýðheilsu og vísinda
hrn@hrn.is