Til umsagnar
27.11.–27.12.2024
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-233/2024
Birt: 27.11.2024
Fjöldi umsagna: 0
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að frumvarpi um breytingar lögum til að samræma reglur sem gilda um gjaldtöku, þvingunarúrræði, kæruleiðir o.fl.
Í júní 2024 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um Náttúruverndarstofnun, sbr. lög nr. 111/2024, þar sem annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar renna saman í eina stofnun frá 1. janúar 2025. Allt frá því að vinna hófst við að undirbúa sameiningu stofnana ráðuneytisins hefur legið fyrir að nauðsynlegt sé að gera breytingar á tilteknum lagaákvæðum, annars vegar laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og hins vegar laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð til að samræma reglur sem hin nýja stofnun mun fara með auk annarra atriða.
Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru eftirfarandi:
• Gjaldtökuákvæði samræmd - lögð áhersla á gjaldtökuheimildir á náttúrverndarsvæðum fyrir veitta þjónustu.
• Skipun svæðisstjórna á svæðum sem friðlýst hafa verið sem þjóðgarðar.
• Úrskurðarvald um ákvarðanir Náttúrverndarstofnunar á grundvelli náttúrverndarlaga og laga um Vatnajökulsþjóðgarð fært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.
• Kafli náttúruverndarlaga um þvingunarúrræði og viðurlög tekinn upp í lög um Vatnajökulsþjóðgarð.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa framkvæmda og eftirfylgni
urn@urn.is