Til umsagnar
12.12.2024–10.1.2025
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-229/2024
Birt: 12.12.2024
Fjöldi umsagna: 30
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að flokkun tíu vindorkukosta.
------------------------------------------------------------------------------------
Verkefnisstjórn rammaáætlunar framlengir frest til að veita umsögn um drög að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar. Vill verkefnisstjórn ítreka að samkvæmt ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun er þetta styttra fyrra samráð um drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta. Að henni lokinni tekur við hið eiginlega umsagnarferli verkefnisstjórar í Samráðsgáttinni um tillögur um flokkun virkjunarkostanna sem er að lágmarki 12 vikur
-------------------------------------------------------------------------------------
Í eftirfarandi greinargerð setur verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar fram drög að tillögu að flokkun tíu vindorkuverkefna, þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki þrjár vikur. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að hefja formlegt 12 vikna umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnar.
Verkefnisstjórn fól öllum fjórum faghópum sínum að vinna greiningar og leggja mat á áhrif vindorkuverkefnanna. Þær greiningar liggja nú fyrir og fylgja niðurstöður þeirra sem fylgiskjöl með greinargerðinni.
.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar
ust@ust.is