Til umsagnar
18.11.–2.12.2024
Í vinnslu
3.12.2024–19.5.2025
Samráði lokið
20.5.2025
Mál nr. S-228/2024
Birt: 18.11.2024
Fjöldi umsagna: 2
Drög að reglugerð
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Ráðuneytið ákvað að fjölga ekki meðferðarskiptum heldur halda greiðsluþátttöku vegna fjögurra meðferða og auka greiðsluþátttöku verulega vegna þeirra.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir drög að nýrri reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir.
Í reglugerðinni er kynnt nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgunarmeðferða. Lagt er til að í stað prósentuhlutfalls á greiðsluþátttöku, sem nú gildir, verði greiðsluþátttaka föst fjárhæð fyrir 1.-4. meðferð. Þá er lögð til aukin greiðsluþátttaka. Breytingin myndi fela í sér einföldun og meiri fyrirsjáanleika þar sem greiðsluþátttaka fyrir hverja meðferð yrði sú sama óháð meðferðarstað. Er eftirfarandi greiðsluþátttaka lögð til:
• Greiðsluþátttaka vegna 1. meðferðar (glasa-, smásjár- tæknisæðingar) verði 150.000 kr.
• Greiðsluþátttaka vegna 2.-4. meðferðar verði 400.000 kr. fyrir hverja meðferð.
• Greiðsluþátttaka vegna gjaldliða sem varða einstaklinga í krabbameinsmeðferð verði að hámarki 400.000 kr. samtals.
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna fyrstu meðferðar yrði þannig rúmlega sexfalt hærri en hún er nú, úr 24 þús. kr. í 150 þús. kr. Þátttaka í kostnaði við meðferðir nr. 2-4 hækkar um 88 þúsund kr., úr 312.000 kr. í 400.000 kr. Þá er greiðsluþátttaka vegna tæknisæðingar tekin sérstaklega fram í reglugerðinni. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi reglugerðardraga.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
hrn@hrn.is