Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.11.–6.12.2024

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-225/2024

Birt: 12.11.2024

Fjöldi umsagna: 1

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025 - 2029

Málsefni

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

Nánari upplýsingar

Vinnan við nýja Sóknaráætlun hófst í desember 2023 þegar stjórn SSNE og starfsfólk hittist á vinnudegi. Greindir voru styrk- og veikleikar svæðisins ásamt því að horfa til ógnana og tækifæra. Einnig var horft til árangurs undanfarinna ára og þeirra markmiða sem voru sett í fyrri áætlun.

Snemma á árinu 2024 var tekin ákvörðun um að ný áætlun yrði unnin af starfsfólki SSNE og í breiðu samtali við íbúa landshlutans, með virkri þátttöku kjörinna fulltrúa og stjórnar SSNE. Vinnustofa var haldin á ársþingi SSNE 2024 í Þingeyjarsveit þar sem 50 manns tóku þátt og skilaði sú vinna málaflokkum nýrrar áætlunar, ásamt drögum að framtíðarsýn landshlutans. Drög voru jafnframt kynnt fyrir fagráðum og rýnihópum.

Haldnar voru 13 vinnustofur um allan landshlutann í ágúst og september og þar af ein á ensku í fjarfundi. Mikið var lagt upp úr breiðri þátttöku ólíkra hópa á hverri vinnustofu, sem gafst vel og ólíkar raddir fengu að heyrast. Einnig var hægt að taka þátt á Instagram og á heimasíðu SSNE með því að senda inn tillögur að verkefnum. Efnið úr vinnustofunum skilaði fjölbreyttum áherslum og verkefnum inn í nýja áætlun. Rúmlega 400 manns tóku þátt í vinnunni.

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar var upplýstur og kom hann tvisvar saman á tímabilinu og voru þátttakendur í honum hvattir til að taka þátt í opnum vinnustofnum um landshlutann. Umfjöllun var á ungmennaþingi SSNE í október og nýttust þær tillögur vel inn í vinnuna.

Á haustþingi SSNE í október 2024, sem haldið var á Akureyri, voru drög að nýrri Sóknaráætlun kynnt og fengu þinggestir að rýna efni áætlunarinnar og koma með tillögur að breytingum. Áætluninn fór þá til umfjöllunar og síðan staðfestingar hjá stjórn SSNE.

Sóknaráætlun er grundvöllur vinnu landshlutasamtakanna næstu fimm árin. Stefnan hefur áhrif á ákvörðun um val á áhersluverkefna og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja Sóknaráætlun Norðurlands eystra í samráðsgáttinni.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

albertina@ssne.is