Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.11.2024

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-223/2024

Birt: 7.11.2024

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Aðgerðaáætlun um gervigreind 2024-2026

Málsefni

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að aðgerðaáætlun um gervigreind 2024-2026.

Nánari upplýsingar

Tækniþróun á sviði gervigreindar hefur verið gríðarlega hröð undanfarin ár og Ísland stendur frammi fyrir einstöku tækifæri til að nýta sér kosti gervigreindar.

Með aðgerðaáætlun í gervigreind er stuðlað að því að Ísland, í krafti smæðar sinnar, verði leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar og skapi tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Aðgerðaáætlunin nær til áranna 2024–2026 og inniheldur 25 aðgerðir. Henni er skipt í fimm kafla sem fjalla um gervigreind í allra þágu, samkeppnishæft atvinnulíf, menntun í takt við tímann, nýjar leiðir í opinberri þjónustu og heilbrigðiskerfi framtíðarinnar.

Aðgerðaáætlunin byggir á stefnu stjórnvalda um gervigreind frá árinu 2021 og tekur mið af skýrslu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og Hagstofu Íslands um efnahagsleg tækifærir gervigreindar á Íslandi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að um 130 þúsund manns á Íslandi eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind í sínum störf, eða um 55% af vinnumarkaðnum. Alþjóðlegar greiningar hafa jafnframt sýnt að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Með því að nýta sér gervigreind getur starfsfólk, jafnt hjá hinu opinbera og í einkageiranum, forgangsraðað tíma sínum með öðrum hætti og aukið afköst sín um leið.

Í skýrslunni eru teiknaðar upp fjórar sviðsmyndir sem sýna að verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8% til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir hraða upptöku og hversu öflug gervigreindin verður. Samanlagt jafngildir það 174 til 1.450 milljörðum króna. Árangur Íslands mun einna helst ráðast af því hversu fljót almenn upptaka gervigreindar verður.

Stærstu áskoranirnar í innleiðingu gervigreindar á Íslandi eru menntun og þjálfun vinnuafls, uppbygging nauðsynlegra innviða, siðferðileg álitamál og öryggi gagna. Brýnt er að bregðast við þessum áskorunum með markvissum hætti til að tryggja farsæla innleiðingu gervigreindar í íslensku samfélagi.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta

hvin@hvin.is