Til umsagnar
15.–20.10.2024
Í vinnslu
21.10.–19.11.2024
Samráði lokið
20.11.2024
Mál nr. S-214/2024
Birt: 15.10.2024
Fjöldi umsagna: 194
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Sjá niðurstöðuskjal.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja (gjaldtaka ökutækja, eldsneytis, kolefnisgjald o.fl.).
Með lögum nr. 101/2023, um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða var fyrsta skrefið stigið í lögfestingu á nýju tekjuöflunarkerfi af ökutækjum og eldsneyti með upptöku á kílómetragjaldi frá og með 1. janúar 2024 vegna notkunar rafmagns- og vetnisbifreiða annars vegar og tengiltvinnbifreiða hins vegar á vegakerfinu.
Með frumvarpinu er lagt til að næsta skref verði stigið í lögfestingu á nýju tekjuöflunarkerfi af ökutækjum og eldsneyti með upptöku á kílómetragjaldi frá og með 1. janúar 2025 vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu, þ.m.t. vegna notkunar ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Kílómetragjaldið mun taka mið af þyngd ökutækja og þar með af vegsliti sem þau valda. Með því verður gjaldtaka af ökutækjum í betra samræmi við áhrif þeirra á viðhaldskostnað vegakerfisins. Breytingarnar skjóta ekki aðeins styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur koma þær einnig á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi fyrir eigendur og umráðamenn ökutækja.
Samhliða innleiðingu á kílómetragjaldi fyrir ökutæki eru lagðar til breytingar á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. þar sem lagt er til að vörugjöld af eldsneyti falli niður. Auk þess er lögð til breyting á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lagt er til að kolefnisgjald á kolefni af jarðefnauppruna verði u.þ.b. tvöfaldað. Jafnframt er lagt til að lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald og lög nr. 101/2023, um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða falli brott.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is