Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–24.10.2024

2

Í vinnslu

  • 25.10.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-210/2024

Birt: 14.10.2024

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Breyting á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012.

Nánari upplýsingar

Með reglugerðardrögunum eru lagðar til breytingar á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga nr. 502/2012.

Um er að ræða breytingu á 12. gr. reglugerðarinnar sem efnislega felur í sér að við útreikning skuldaviðmiðs skv. 64. gr. sveitarstjórnarlaga, og annarra mælikvarða, verði ekki tekið tillit til tekna, gjalda og skulda veitufyrirtækja.

Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 var að finna það nýmæli að sveitarstjórnum bæri að sjá til þess að rekstur sveitarfélaga væri í samræmi við svokallaðar skulda- og jafnvægisreglur, sbr. 64. gr. laganna. Í 2. mgr. ákvæðisins var gert ráð fyrir því að ráðherra skilgreini í reglugerð nánar þau viðmið sem lögð eru til grundvallar reglunum, þar á meðal útgjöld, tekjur, eignir, skuldir og skuldbindingar og aðlögun sveitarfélaga að þeim. Þá var ráðherra jafnframt heimilt að undanþiggja tilgreindar skuldir eða skuldbindingar einstakra sveitarfélaga, þannig að þær hefðu engin eða aðeins hlutfallsleg áhrif.

Við setningu laganna tók löggjafinn þó sérstaklega afstöðu til þess í bráðabirgðaákvæði III. laganna, að ekki yrði tekið tillit til tekna, gjalda og skulda veitufyrirtækja við útreikning skuldaviðmiðs í 10 ár frá gildistöku laganna. Var 12. gr. reglugerðar nr. 502/2012 í samræmi við ákvæðið og féllu bæði ákvæðin því úr gildi 1. janúar 2022.

Upphaflegur tilgangur undanþágunnar var að veita sveitarfélögum svigrúm til að aðlagast nýjum skuldaviðmiðum vegna eignar sinnar í orkufyrirtækjum. Ljóst er að þegar reglan féll úr gildi árið 2022 fór fram lítil skoðun á áhrifum þess, m.a. þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá viðmiðum skulda- og jafnvægisreglnanna á árunum 2020-2025. Er því lagt til í reglugerð þessari að undanþágan verði framlengd meðan unnið er að endanlegu fyrirkomulagi í tengslum við endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.

Gert er ráð fyrir að reglugerðin öðlist gildi þegar gildi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Björn Ingi Óskarsson

bjorn.i.oskarsson@irn.is