Til umsagnar
10.10.–11.11.2024
Í vinnslu
12.11.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-206/2024
Birt: 10.10.2024
Fjöldi umsagna: 2
Áform um lagasetningu
Dómsmálaráðuneytið
Dómstólar
Áformaður eru breytingar á réttarfarslöggjöf, meðal annars í því skyni tryggja betur hagsmuni barna og brotaþola í viðkvæmri stöðu, auka hagræði og veita rýmri aðgang að gögnum.
Áformað er að draga úr kostnaði og að auka skilvirkni við meðferð kærumála fyrir Hæstarétti með breytingum á lögum um meðferð einkamála. Sömuleiðis að styrkja réttindi sakaðra manna þannig að þeir þurfi ekki að sitja uppi með kostnað sem hlýst af því að bregðast við beiðni ríkissaksóknara um leyfi til að áfrýja dómi til Hæstaréttar ef beiðninni er synjað.
Þá þykja rök ekki standa til þess að takmarka afhendingu gagna á rannsóknarstigi við skjöl líkt og lög um meðferð sakamála mæla fyrir um í dag. Því er ráðgert að gera breytingar á 37. og 47. gr. laga um meðferð sakamála, og eftir atvikum aðrar afleiðingabreytingar á sömu lögum, til þess að heimila rýmri afhendingu en að gildandi rétti. Stafvæðing réttarvörslukerfisins einfaldar afhendingu annarra gagna en skjala, svo sem myndupptaka, og þykir rýmri réttur til afhendingar ganga auka líkur þess að mál upplýsist.
Breytingar á lögum um meðferð sakamála á fyrirkomulagi skýrslutaka af börnum og brotaþolum í viðkvæmri stöðu miða að því að styrkja málsmeðferð samkvæmt lögunum, og vera til þess fallnar að auka líkur á því að mál upplýsist fremur. Breytingarnar þykja betur tryggja hagsmuni þeirra með hliðsjón af sannleiksreglu íslensks sakamálaréttarfars. Á hinn bóginn er jafnframt mikilvægt að tryggja hagsmuni sakborninga við rannsókn og saksókn sakamála.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu
dmr@dmr.is