Til umsagnar
4.–19.10.2024
Í vinnslu
20.10.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-199/2024
Birt: 4.10.2024
Fjöldi umsagna: 3
Drög að frumvarpi til laga
Dómsmálaráðuneytið
Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
Með frumvarpinu er lagt til að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm.
Markmið frumvarpsins er að bregðast við fyrirsjáanlegum vanda sem líklega mun raungerast í mars 2025 þegar ákvæði 44. gr. laga um útlendinga, hefur verið virkt í þrjú ár. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að dvalarleyfi á grundvelli 44. gr. laganna verði framlengt um eitt ár í senn og ekki um lengri tíma en þrjú ár. Umsókn sem fellur undir 2. mgr. 44. gr. um alþjóðlega vernd má leggja til hliðar í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi, og þegar heimild um sameiginlega vernd fellur niður getur umsækjandi óskað eftir að umsókn um alþjóðlega vernd verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þá er fyrirséð að ef frumvarpið verður ekki að lögum, muni allt að 2.315 einstaklingar eiga rétt á efnislegri meðferð á umsókn sinni eða framlengdri dvöl á öðrum lagagrundvelli, strax á næsta ári. Ljóst er að kostnaður við umsýslu og þjónustu slíks magns umsókna myndi hafa veruleg og neikvæð áhrif á starfsemi Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og kostnað við málaflokkinn í heild.
Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa stjórnvöld á Íslandi átt í virku samstarfi við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins um beitingu tímabundinnar verndar enda mikilvægt að Ísland skeri sig ekki úr varðandi afgreiðslu þessara mála. Evrópusambandið og Norðurlöndin hafa ákveðið að framlengja tímabundnu verndina til 4. mars 2026 og Noregur hefur kynnt áform um að framlengja hana í allt að fimm ár. Með því að lengja hámarkstíma dvalarleyfis samkvæmt 3. mgr. 44. gr. útlendingalaga í fimm ár yrði framkvæmdin á Íslandi samræmd þeirri framkvæmd sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Einnig myndi lagabreytingin veita stjórnvöldum svigrúm til að leggja ítarlegra mat á aðstæður í heimaríki umsækjenda og taka sjálfstæða ákvörðun um endurnýjun ráðstöfunar. Þá er áréttað að um heimildarákvæði er að ræða, en ekki lögbundna skyldu stjórnvalda til að veita dvalarleyfi til fimm ára
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa réttinda einstaklinga
dmr@dmr.is