Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.9.–4.10.2024

2

Í vinnslu

  • 5.10.–20.11.2024

3

Samráði lokið

  • 21.11.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-185/2024

Birt: 20.9.2024

Fjöldi umsagna: 4

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029

Niðurstöður

Fjórar umsagnir bárust um drög að sóknaráætlun Norðurlands Vestra. Með tilliti til þeirra ábendinga sem bárust var skerpt á markmiðum lykilmálaflokka auk þess sem mælikvarðar voru skoðaðir og gerðir ítarlegri. Ekki var talin ástæða til efnislegra breytinga á drögunum enda umsagnir jákvæðar og uppbyggilegar. Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029 var samþykkt á haustþingi SSNV sem haldið var á Blönduósi 15. október 2024.

Málsefni

Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

Nánari upplýsingar

Sóknaráætlun Norðurlands vestra er fimm ára áætlun sem ætlað er að vera leiðarljós í uppbyggingu landshlutans á tímabilinu. Góð sóknaráætlun tryggir að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru nýtist þar sem þekking á staðbundnum aðstæðum er hvað best.

Vinna við sóknaráætlun hófst á vormánuðum þegar gögn um stöðu landshlutans voru rýnd og gerð úttekt á markmiðum og árangri fyrri sóknaráætlunar. Netkönnun var send til kjörinna fulltrúa og viðtöl tekin við ólíka aðila úr samfélaginu. Haldnar voru þrjár opnar vinnustofur í öllum landshlutanum sem og ungmennaþing til að tryggja aðkomu sem fjölbreyttastra hópa að stefnumótunarferlinu og var þátttaka í öllum viðburðunum mjög góð.

Afrakstur þessarar vinnu var notaður til að móta framtíðarsýn fyrir landshlutann og lagður til grundvallar í sóknaráætluninni. Myndaðir voru fjórir lykilmálaflokkar og áherslur skilgreindar innan þeirra. Að auki voru mótuð markmið sem stuðla að því að ná fram framtíðarsýninni og þau tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Sóknaráætlunin er grundvöllur allrar vinnu landshlutasamtakanna næstu fimm árin. Stefnan mun til dæmis stýra ákvörðun um val á áhersluverkefnum og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Eru íbúar, sem og aðrir hagaðilar, hvattir til að kynna sér nýja sóknaráætlun landshlutans í samráðsgáttinni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

SSNV

katrin@ssnv.is