Til umsagnar
17.9.–9.10.2024
Í vinnslu
10.10.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-181/2024
Birt: 17.9.2024
Fjöldi umsagna: 10
Drög að reglugerð
Innviðaráðuneytið
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk.
Samkvæmt 13. gr. a laga um tekjustofna sveitarfélaga skulu framlög reiknuð á grundvelli fjölda einstaklinga með þjónustuþarfir í hverju sveitarfélagi/þjónustusvæði og skal kveðið nánar um útreikning framlaga í reglugerð. Framlögum er í dag að mestu (88%) skipt á grunni stuðningsþarfa einstaklinga en skv. reglugerð nr. 192/2023 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk ræður SIS mat stuðningsþörfum.
Við vinnslu reglugerðar nr. 1066/2010 um framlag Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk, sem er grunnur reglugerðar nr. 192/2023, var SIS mat fyrir börn, svokallað SIS-C, nýkomið fram og matið því ekki í útbreiddri notkun. Til að börn dyttu ekki milli skips og bryggju við útreikning framlaga var gert ráð fyrir undanþágu frá SIS-mati sem aðallega var ætluð börnum en mælt er fyrir um í 5. málsl. 2. mgr. II. hluta 3. gr. reglugerðarinnar að heimilt sé að sé að ákvarða útgjaldaþörf út frá raunkostnaði ef ekki liggur fyrir mat á stuðningsþörf.
Undanþágan felur í sér að sveitarfélög gefa Jöfnunarsjóð upp áætlaðan kostnað við þjónustu viðkomandi notanda og byggja framlög Jöfnunarsjóð á þeirri fjárhæð, oftast stærstan meirihluta þeirrar fjárhæðar sem gefin er upp. Ekki er kveðið nánar um það í reglugerðinni eða öðrum reglum hvernig sveitarfélög eigi að meta kostnaðinn eða hvaða kostnaðarliði á að taka með í útreikninginn.
Fjármögnun og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks hafa verið í mikilli umræðu undanfarin misseri. Nokkrir starfshópar hafa verið að störfum en ber þar helst að nefna starfshóp félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytisins um kostnaðarskiptingu málaflokksins sem lauk störfum með skýrslu sinni í febrúar sl. Samhliða skýrslunni gerðu ríki og sveitarfélög með sér samkomulag um nokkrar aðgerðir til að ná betur utan um kostnaðarauka í málaflokknum. Samkomulagið var fyrir hönd ríkisins undirritað af innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og fjármálaráðherra. Meðal aðgerða var að hætta úthlutun á grundvelli raunkostnaðar til hliðar við almenna úthlutun á grundvelli stuðningsþarfa.
Í hjálagri reglugerð er lagt til að gerð verði breyting á núgildandi framkvæmd. Tvær leiðir er færar til afnema undanþágu vegna veitingu framlaga á grunni raunkostnaðar og hefur innviðaráðuneytið ekki tekið afstöðu til hvorrar leiðar farið verður. Er því reglugerðin kynnt með báðum tillögunum sem eru eftirfarandi.
Í tillögu A er gert ráð fyrir því ekki verði heimilt að greiða framlög vegna notenda, eldri en sjö ára, sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa.
Í tillögu B er gert ráð fyrir því að heimilt verði að greiða framlög vegna notenda eldri en sjö ára sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa en ber þá að miða stuðningsþörf þeirra við flokk 5.
Eru sveitarfélög og hagaðilar sérstaklega hvött til að veita umsögn sína um þetta atriði.
Aðrar breytingar í reglugerðardrögunum. (frekar tíundaðar í fylgiskjali)
• Tenging framlaga við lög 38/2018 um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir
• Fellt brott ákvæði um framlög og sérstakan sjóð vegna langtímaveikinda aðstoðarfólks NPA
• Hlutfall framlaganna sem rennur til Sambands íslenskra sveitarfélaga lækkað í samræmi við hækkun framlaganna síðustu tvö áramót
• Lagfæringar á orðalagi og uppsetningu reglugerðarinnar sem hefur ekki för með sér efnislegar breytingar.
Vakin er athygli á því að umrædd framlög byggja á fastri hlutdeild útsvarsstofns. Þannig lækka heildarframlög til málaflokksins ekki ef fækkun verður á notendum sem falla undir framlögin vegna þessa.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála
bjorn.ingi.oskarsson@irn.is