Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.9.2024

2

Í vinnslu

  • 28.9.–23.10.2024

3

Samráði lokið

  • 24.10.2024

Mál nr. S-177/2024

Birt: 13.9.2024

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Innleiðing bankapakka Evrópusambandsins

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Áformað er að leiða í landslög nýjan bankapakka Evrópusambandsins, það er tilskipun (ESB) 2024/1619 og reglugerð (ESB) 2024/1623.

Nánari upplýsingar

Tilskipun 2013/36/ESB, um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum (e. Capital Requirements Directive, hér eftir CRD IV) og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki (e. Capital Requirements Regulation, hér eftir CRR) mynda hryggjarstykkið í löggjöf Evrópusambandsins um varfærniskröfur til banka og annarra lánastofnana. Með tilskipuninni og reglugerðinni var leitast við að bæta úr vanköntum á lagaumgjörð lánastofnana sem alþjóðlega fjármálakreppan sem hófst 2007–2008 leiddi í ljós og innleiða í Evrópu alþjóðleg viðmið um varfærniskröfur til banka, svonefndan Basel III-staðal, sem er gefinn út af Basel-nefndinni um bankaeftirlit. Gerðunum er ætlað að treysta fjármálastöðugleika, einkum með auknum kröfum um magn og gæði eigin fjár lánastofnana til að gera þær betur í stakk búnar til að takast á við erfiðleika. Evrópusambandið hefur samþykkt nokkrar breytingar á gerðunum. Veigamestar breytingar voru gerðar með tilskipun (ESB) 2019/878 (oft kölluð CRD V) og reglugerð (ESB) 2019/876 (oft kölluð CRR II). Lokið var við innleiðingu gerðanna í íslenska löggjöf með lögum um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum, nr. 38/2022.

Evrópusambandið samþykkti í maí 2024 tvær veigamiklar gerðir sem breyta CRD IV og CRR, tilskipun (ESB) 2024/1619 (oft kölluð CRD VI) og reglugerð (ESB) 2024/1623 (oft kölluð CRR III), eða svokallaðan bankapakka 2021. Bankapakkanum er ætlað að ljúka innleiðingu á atriðum í Basel III-staðlinum sem út af stóðu, einkum varðandi eiginfjárkröfur til að mæta útlána-, markaðs- og rekstraráhættu. Einnig eru þó gerðar breytingar sem leiða ekki af Basel III-staðlinum, svo sem varðandi hæfi lykilstarfsmanna, útibú lánastofnana frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og áhættu í tengslum við umhverfi, félagsmál og stjórnarhætti.

Gerðirnar verða líklega innleiddar hér á landi með breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Líklega verður lagt til að CRR III taki gildi hér á landi í byrjun árs 2025 en að lög sem innleiði CRD VI taki gildi í janúar 2026.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (24)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is