Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–30.9.2024

2

Í vinnslu

  • 1.10.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-172/2024

Birt: 5.9.2024

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Utanríkisráðuneytið

Alþjóðleg þróunarsamvinna

Mótun framtíðarfyrirkomulags skólastyrkveitinga GRÓ til framhaldsnáms (meistara- og doktorsnám)

Málsefni

Mótun framtíðarfyrirkomulags styrkveitinga til framhaldsnáms á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Nánari upplýsingar

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu áformar að móta framtíðarfyrirkomulag um styrkveitingar til framhaldsnáms (meistara- og doktorsnáms) til útskrifaðra nemenda frá GRÓ- skólunum fjórum, þ.e. Jafnréttisskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Sjávarútvegsskólanum.

Frá árinu 2005 hafa 109 útskrifast með meistaragráðu og 22 með doktorsgráðu á skólastyrk frá GRÓ, en það ár var fyrsti skólastyrkurinn veittur. Árið 2023 var gerð úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga sem veittar hafa verið á vegum GRÓ, til meistara- og doktorsnema. Úttektin staðfesti að styrkveitingarnar hafi skilað góðum árangri.

GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu hefur nú sett á fót starfshóp sem mun móta tillögur að ramma um fyrirkomulag styrkveitinga GRÓ til framhaldsnáms til framtíðar. Starfshópurinn mun m.a. skoða hvernig hægt sé að hámarka þróunaráhrif styrkveitinganna, hvaða háskólanám verði styrkhæft, hvernig samstarfi við erlenda háskóla skuli háttað, hverjir séu styrkhæfir og um réttindi og skyldur styrkþega. Einnig þarf að samræma kjör styrkþega og skoða ýmis atriði sem snúa að framkvæmd styrkveitinganna. Þá verður skoðað hvernig tryggja megi fyrirsjáanleika í fjármögnun skólastyrkjanna og hvort mögulegt sé að leita fjármögnunar utan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu er sjálfstæður lögaðili og hefur hæfi að lögum til að gera samninga í samræmi við ákvæði reglugerðar 1260/2019 sem gildir um starfsemi miðstöðvarinnar. Miðstöðin er ráðuneytisstofnun skv. 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands og heyrir undir utanríkisráðuneytið sem sinnir eftirliti og umsýslu með framlögum til miðstöðvarinnar. Miðstöðin starfar á grunni laga nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, heimsmarkmiða SÞ og alþjóðlegra skuldbindinga. Reglugerð 1260/2019 gildir um starfsemi miðstöðvarinnar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Þróunarsamvinnuskrifstofa

nina.jonsdottir@utn.is