Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.8.–14.9.2024

2

Í vinnslu

  • 15.9.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-168/2024

Birt: 30.8.2024

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á reglugerð um útlendinga

Málsefni

Lögð er til breyting þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd undanþáguákvæða við afgreiðslu umsókna um dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 45. gr. og 2. mgr. 69. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga.

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið hefur unnið drög að breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Felldar verða brott fimm greinar reglugerðarinnar sem byggðu á ákvæði 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga sem nú hefur fallið úr gildi. Þá er kveðið á um nýtt ákvæði í reglugerð sem útfærir skilyrði, sem sett eru fyrir umsóknum um fjölskyldusameiningar, við annars vegar einstaklinga með dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar sbr. 2. mgr. 37. gr. laganna og hins vegar handhafa dvalarleyfa á grundvelli mannúðarsjónarmiða sbr. 74. gr. laganna. Hér er um að ræða undanþáguskilyrði frá meginreglu laganna um lögboðinn biðtíma þar til unnt er að sækja um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar þegar þessi hópur dvalarleyfishafa á í hlut.

Undanþágan um aðkallandi umönnunarsjónarmið tekur bæði til umsókna um fjölskyldusameiningu þegar í hlut eiga handhafar dvalarleyfa á grundvelli viðbótarverndar sbr. 2. mgr. 37. gr. laganna og á grundvelli mannúðarsjónarmiða sbr. 74. gr. Sjónarmið og skilyrði reglugerðarinnar eru að mestu fengin úr danskri framkvæmd þar sem finna má sambærileg skilyrði um aðkallandi umönnunarsjónarmið.

Undanþáguskilyrði laganna um inngildingu taka einvörðungu til handhafa dvalarleyfa á grundvelli viðbótarverndar og heimilar að sótt sé um dvalarleyfi fyrir aðstandendur eftir a.m.k. 12 mánuði að fjórum skilyrðum uppfylltum. Þær inngildingarkröfur sem settar eru fram í lögunum má einnig finna í norrænni löggjöf og var horft til þeirrar framkvæmdar við mótun ákvæðisins. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru gerðar ríkar kröfur til inngildingar fyrir fjölskyldusameiningu við handhafa tímabundinna dvalarleyfa, þ.m.t. þá sem hafa fengið útgefið dvalarleyfi á grundvelli verndar eða mannúðarsjónarmiða. Framkvæmd inngildingarskilyrða í þessum löndum er bæði skýr og ítarleg sem eykur mjög á fyrirsjáanleika fyrir umsækjendur.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (7)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is