Til umsagnar
22.–29.8.2024
Í vinnslu
30.8.–9.12.2024
Samráði lokið
10.12.2024
Mál nr. S-165/2024
Birt: 22.8.2024
Fjöldi umsagna: 3
Drög að reglugerð
Matvælaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Sjá niðurstöður í viðhengi.
Matvælaráðuneyti kynnir til samráðs drög að reglugerð um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða.
Með lögum nr. 102/2024 um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu) sem taka gildi 1. september nk. er mælt fyrir um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða.
Í 6. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 verður mælt fyrir um úthlutun aflamarks til nýliða en þar segir „Því aflamarki sem dregið er frá heildarafla grásleppu skv. 3. mgr. er ráðherra heimilt að úthluta gjaldfrjálst til þeirra sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Fiskistofa annast framkvæmd við úthlutun aflamarks til nýliða. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um úthlutun aflamarks til nýliða í reglugerð, m.a. um skilyrði til að teljast vera nýliði, skilyrði til úthlutunar, hámarksafla og ráðstöfun aflamarks sem ekki er úthlutað til nýliða innan hvers fiskveiðiárs. Fyrir úthlutun aflamarks til nýliða skal nýliði greiða þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992.“
Í drögum að reglugerð um úthlutun aflamarks í grásleppu til nýliða er kveðið á um markmið úthlutunarinnar, auglýsingu og umsókn, úthlutun, niðurfellingu aflamarks og viðurlög. Samkvæmt reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025, nr. 817/2024 nemur afli grásleppu til úthlutunar til nýliða samtals 65 tonnum, sbr. 5. gr. reglugerðarinnar.
Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um drög reglugerðarinnar, en umsagnarfrestur er til og með 29. ágúst nk.
Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sjávarútvegs
mar@mar.is