Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.8.–11.10.2024

2

Í vinnslu

  • 12.10.–18.12.2024

3

Samráði lokið

  • 19.12.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-160/2024

Birt: 21.8.2024

Fjöldi umsagna: 23

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hluti

Málsefni

Til stendur að gera breytingar á almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla.

Nánari upplýsingar

Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, taka til tónlistarskóla sem reknir eru af sveitarfélögum og annarra sem njóta styrks samkvæmt lögunum. Í lögunum er m.a. kveðið á um að tónlistarskólar skuli kenna eftir námskrá sem gefin er út af mennta og barnamálaráðuneyti. Núverandi aðalnámskrá tónlistarskóla er gefin út í tíu heftum og skiptist í almennan hluta aðalnámskrá og níu sérstaka greinahluta.

Í drögum að nýjum almennum hluta aðalnámskrárinnar, sem hér er kynntur almenning til umsagnar, er m.a. gerð grein fyrir hlutverki og meginmarkmiðum tónlistarskóla, skipan tónlistarnáms, greinanámskrám og skólanámskrám, fjallað um kennslu og kennsluhætti, þætti í hljóðfæra- og tónfræðinámi, námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi. Breytingar snúa að almennum hluta aðalnámskrárinnar, að hún sé uppfærð í takt við aðrar gildandi aðalnámskrár og fyrirkomulagi áfangaprófa þar sem áhersla er lögð á ábyrgð skóla og val nemenda.

Vinnan við breytingar á almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskólanna á sér nokkurn aðdraganda. Síðastliðið haust tók mennta- og barnamálaráðuneytið þátt í svæðahaustþingum tónlistarskóla, þar sem m.a. var umræða um framkvæmd aðalnámskrárinnar og hverju væri helst þörf á að breyta. Skipuð var nefnd hagsmunaaðila til að standa að endurskoðuninni og var fyrsta verk hennar að leggja til brýnar breytingar sem þyrfti að gera nú þegar í anda niðurstöðu samráðsins, áður en haldið væri áfram með heildarendurskoðun. Tillagan sem hér er lögð til samráðs endurspeglar þessar brýnu í breytingar.

Hlutverk aðalnámskrár tónlistarskóla er m.a. að hvetja til faglegrar og gagnrýninnar umræðu meðal tónlistarkennara ásamt því að aðalnámskráin er til upplýsingar fyrir nemendur foreldra, sveitarfélög og aðra skóla. Mennta- og barnamálaráðuneytið hvetur þessa aðila og alla þá sem láta sig málið varða til að taka þátt í samráðinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

oskar.h.nielsson@mrn.is