Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.8.–17.9.2024

2

Í vinnslu

  • 18.9.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-159/2024

Birt: 19.8.2024

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um lagasetningu til breytinga á lögum um ársreikninga, lögum um endurskoðendur og endurskoðun ofl. - innleiðing á sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD)

Málsefni

Með frumvarpinu er áformað að innleiða tilskipun ESB 2022/2464 um sjálfbærnireikningsskil (Corporate Sustainable Reporting Directive – CSRD).

Nánari upplýsingar

Tilskipunin kallar á breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006, lögum um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019 og lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021. Þar sem lögð verða til ákvæði varðandi sjálfbærnireikningsskil sem auka eiga gagnsæi og skulu þau birt í skýrslu stjórnar í ársreikningi félaga.

Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru mikilvægur liður í að stuðla að samræmi og gagnsæi sjálfbærni upplýsinga félaga sem gera markaðnum kleift að sjá og meta hver staða Íslands er í sjálfbærnimálum. Til dæmis hvernig við náum markmiðum í loftslagsmálum og getum metið samdrátt í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu.

Breytingin mun auk þess tryggja fjárfestum og hagsmunaaðilum aðgengi að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að sjá áhrif fyrirtækja á fólk og umhverfi, sem og meta þá fjárhagslegu áhættu eða ávinning sem hlýst af loftlagsbreytingum og öðrum sjálfbærni þáttum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa viðskipta og ferðamála

mvf@mvf.is