Til umsagnar
19.8.–17.9.2024
Í vinnslu
18.9.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-159/2024
Birt: 19.8.2024
Fjöldi umsagna: 5
Áform um lagasetningu
Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Með frumvarpinu er áformað að innleiða tilskipun ESB 2022/2464 um sjálfbærnireikningsskil (Corporate Sustainable Reporting Directive – CSRD).
Tilskipunin kallar á breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006, lögum um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019 og lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu nr. 20/2021. Þar sem lögð verða til ákvæði varðandi sjálfbærnireikningsskil sem auka eiga gagnsæi og skulu þau birt í skýrslu stjórnar í ársreikningi félaga.
Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru mikilvægur liður í að stuðla að samræmi og gagnsæi sjálfbærni upplýsinga félaga sem gera markaðnum kleift að sjá og meta hver staða Íslands er í sjálfbærnimálum. Til dæmis hvernig við náum markmiðum í loftslagsmálum og getum metið samdrátt í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu.
Breytingin mun auk þess tryggja fjárfestum og hagsmunaaðilum aðgengi að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að sjá áhrif fyrirtækja á fólk og umhverfi, sem og meta þá fjárhagslegu áhættu eða ávinning sem hlýst af loftlagsbreytingum og öðrum sjálfbærni þáttum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa viðskipta og ferðamála
mvf@mvf.is