Til umsagnar
7.8.–4.9.2024
Í vinnslu
5.9.–4.11.2024
Samráði lokið
5.11.2024
Mál nr. S-154/2024
Birt: 7.8.2024
Fjöldi umsagna: 5
Áform um lagasetningu
Heilbrigðisráðuneytið
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Alls bárust 5 umsagnir við frumvarpið. Frumvarpið fór til frekari vinnslu í ráðuneytinu.
Kynnt eru áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009 (ýmsar breytingar).
Gildandi lög um sjúkraskrár, voru sett árið 2009, og taka ekki nægilega mið af stafrænni þróun og þeim tækifærum sem í henni felast. Brýnt er að uppfæra lögin til samræmis og tryggja að þau styðji við innleiðingu stefnu stjórnvalda um stafrænar umbætur og endurspegli þá staðreynd að stafræn heilbrigðisþjónusta er ört vaxandi hluti almennrar heilbrigðisþjónustu. Meðal þeirra breytinga sem munu koma til álita við vinnslu frumvarpsins, er hvort gera eigi frekari kröfur til skráningar í rafrænar sjúkraskrár og um nýtingu rafrænna sjúkraskrárkerfa, hvort þörf sé á lagabreytingum til að stíga frekari skref í átt að miðlægri sjúkraskrá og hvernig tryggja eigi viðeigandi og fullnægjandi heimildir fyrir miðlun sjúkraskrárupplýsinga við veitingu samþættrar félags- og heilbrigðisþjónustu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnsýslu
gudridur.bolladottir@hrn.is