Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.7.–30.8.2024

2

Í vinnslu

  • 31.8.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-143/2024

Birt: 9.7.2024

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla

Málsefni

Lagðar eru til að breytingar á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla, nánar tiltekið á reglum um vigtun, heimavigtun og rekjanleika í viðskiptum á uppsjávarfiski.

Nánari upplýsingar

Lagðar eru til breytingar á 19. gr., 20. gr., 21. gr., 22. gr., 23. gr., 24. gr., 38. gr. og 39. gr. reglugerðarinnar.

Breytingarnar á reglugerðinni eru tilkomnar vegna samkomulags um samræmdar leikreglur strandríkja varðandi framkvæmd vigtunar, skráningar og eftirlits með uppsjávarstofnum (makríl, kolmunna og norsk íslenskri vorgotssíld), svokallað ,,Stand alone Agreement“. Löndin sem standa að samkomulaginu eru Ísland, Noregur, ESB, Færeyjar, Grænland og Bretland.

Ísland uppfyllir nú þegar flestar þær reglur sem fram koma í samkomulaginu, sem kveður á um að samningsaðilar þurfi að uppfylla ákvæði samkomulagsins fyrir 1. janúar 2026.

Við breytingar á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla hafa ákvæði um heimavigtun á bolfiski verið felld út og gert ráð fyrir að heimavigtun á bolfiski verði því óheimil.

Það er hagur allra strandríkja að hafa sameiginlegar reglur, sérstaklega hvað varðar vigtun og skráningu afla til aflamarks.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is