Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–30.7.2024

2

Í vinnslu

  • 31.7.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-141/2024

Birt: 9.7.2024

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Brottfall laga um Bankasýslu ríkisins

Málsefni

Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Um stofnunina eru sérstök lög sem lagt er til að verði felld úr gildi. Verkefni stofnunarinnar munu við það flytjast til fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánari upplýsingar

Til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Um er að ræða litla stofnun með lágmarksstarfsemi. Hún hefur að mestu lokið verkefnum sem henni var ætlað og ekki þykir forsvaranlegt að starfrækja hana lengur. Áformin eru í samræmi við yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna frá 19. apríl 2022. Skipulag stýringarinnar á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum verður þá með sama hætti og almennt tíðkast nú um eignarhald ríkisfyrirtækja, en kveðið er á um hlutverk fjármála- og efnahagsráðherra í þessum efnum í ákvæðum laga um opinber fjármál.

Ofangreint fyrirkomulag er í samræmi við það sem almennt tíðkast innan OECD. Talið er að með slíku fyrirkomulagi sé verulega dregið úr þeirri hættu sem felst í því að sami aðili sé í eigandafyrirsvari tiltekins félags auk þess að hann hafi með höndum faglegt eftirlit með starfsemi félags eða almennu starfsumhverfi þess. Aðgreining ólíkra hlutverka ríkisins auðveldar þannig annars vegar óháða stefnumótun og reglusetningu starfsumhverfisins sem félagið starfar í og hins vegar sjálfstæða faglega stefnumótun um hlutverk ríkisins sem eiganda slíks félags. Slíkt fyrirkomulag veitir auk þess tækifæri til að innleiða samræmdar leiðbeiningar um upplýsingagjöf, skipan stjórna, arðsemiskröfur, eigandaeftirlit o.fl. Þrátt fyrir að lög um stofnunina verði felld niður er þó til skoðunar hvort breyta eigi lögum um opinber fjármál svo haldið verði í gildandi fyrirkomulag um að valnefnd tilnefni aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fjármálafyrirtækja.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

thorsteinn.arnason@fjr.is