Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.6.–27.7.2024

Í vinnslu

Samráði lokið

Mál nr. S-127/2024

Birt: 27.6.2024

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Málefni aldraðra

Áform um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

Málsefni

Heilbrigðisráðherra áformar að gera breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 varðandi kostnað sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið áformar að gera breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Með frumvarpinu verður lagt til að fella brott skyldu sveitarfélaga til að greiða 15% stofnkostnað við uppbyggingu hjúkrunarheimila, sbr. 32. gr. laganna. Markmiðið er að lögin liðki fyrir uppbyggingu og tryggi fullnægjandi viðhald á þeim eignum sem nýttar eru undir þessa mikilvægu almannaþjónustu og endurspegli þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu sem unnin var í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og var gefin út í byrjun árs. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar í áformunum.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is