Til umsagnar
28.6.–16.8.2024
Í vinnslu
17.8.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-126/2024
Birt: 28.6.2024
Fjöldi umsagna: 2
Drög að reglugerð
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Tilgangurinn með breytingunni er að samræma upplýsingar og einfalda rekstraraðilum að standa skil á upplýsingum um losun efna og öðrum umhverfisupplýsingum til stjórnvalda.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu á reglugerð um útstreymisbókhald, nr. 990/2008. Tilgangurinn með breytingunni er að samræma upplýsingar og einfalda rekstraraðilum að standa skil á upplýsingum um losun efna og öðrum umhverfisupplýsingum til stjórnvalda.
Reglugerðin á sér stoð í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samkvæmt þeim lögum og reglugerð ESB nr. 166/2006 er rekstraraðilum með starfsemi sem getur mengað gert að skila Umhverfisstofnun upplýsingum um losun tiltekinna efna. Um er að ræða nauðsynlegar upplýsingar fyrir bókhald íslenskra stjórnvalda yfir losun mengandi efna, þar á meðal gróðurhúsalofttegunda, og hráefnanotkun.
Markmið með umræddri reglugerðarbreytingu er að einfalda kröfur til skýrslugerðar, til dæmis með því að ekki verður lengur gerð krafa um endurskoðun skýrslu sem skilað er til Umhverfisstofnunar. Auk þess sem markmiðið er að samþætta betur upplýsingaskil rekstraraðila til stjórnvalda og stuðla að einfaldari stjórnsýslu og samskiptum rekstraraðila við stjórnvöld. Þá eiga breytingarnar að leiða til þess að betri og ítarlegri upplýsingar fáist frá rekstraraðilum sem ber að skila umhverfisupplýsingum. Þannig er stuðlað að því að til verði marktækari upplýsingar um losun og hráefnanotkun í landinu sem standast alþjóðlegar skuldbindingar. Ekki er um að ræða íþyngjandi kröfur gagnvart atvinnulífi þar sem viðkomandi fyrirtæki hafi alla jafna umræddar upplýsingar fyrirliggjandi.
Reglugerðin er liður í framkvæmd aðgerðar G.3 í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum frá 2020 og á að verka sem hvati til umskipta.
Samhliða breytingu á heiti reglugerðarinnar er lagt til að reglugerð nr. 851/2002 um grænt bókhald og reglugerð nr. 244/2009 um skil atvinnurekstrar á upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda falli úr gildi.
Samráðsaðilar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum gagnvart þessum áformum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skristofa stefnumótunar og innleiðingar
urn@urn.is