Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.6.–16.7.2024

2

Í vinnslu

  • 17.7.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-120/2024

Birt: 18.6.2024

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um loftslagsmál (ný heildarlög)

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs áform um setningu nýrra heildarlaga um loftslagsmál.

Nánari upplýsingar

Málaflokkur loftslagsmála hefur verið í örri þróun undanfarin ár en 12 ár eru liðin frá setningu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og hefur lögunum verið breytt margoft frá gildistöku þeirra.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að styrkja eigi stjórnsýslu loftslagsmála og endurskoða eigi hlutverk Loftslagsráðs. Frumvarp þess efnis hefur því verið á þingmálaskrá síðustu tvo vetur en beðið var greiningingar á hlutverki loftslagsráðs. Breytingar vegna setningar laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og frekari greining á lögum um loftslagsmál leiddu í ljós að þörf væri á heildarendurskoðun laganna með setningu nýrra heildarlaga. Heildarendurskoðun loftslagslaga mun gefa tækifæri til að uppfæra ákvæði laganna með tilliti til markmiðs Íslands í loftslagsmálum og útfæra betur þann ramma sem lög um loftslagsmál þurfa að vera.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (16)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is