Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.6.–22.9.2024

Í vinnslu

Samráði lokið

Mál nr. S-119/2024

Birt: 14.6.2024

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Ný og uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Málsefni

Hér er kynnt til samráðs uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem unnin er sbr. lög um loftslagsmál nr. 70/2012. Markmið með framlagningu er að hvetja til umræðu um loftslagsaðgerðir stjórnvalda.

Nánari upplýsingar

Aðgerðaáætlunin sem nú er sett fram er uppfærsla eldri aðgerðaáætlunar sem fyrst var gefin út árið 2018 og síðan uppfærð árið 2020. Uppfærslan nú inniheldur 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni sem endurspegla raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar bindingar kolefnis. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er bæði tól til að Ísland geti framkvæmt aðgerðir til að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og tæki til að undirbúa, samhæfa og samstilla samfélagið í heild til þess að innleiða slíkar aðgerðir. Aðgerðaáætlun er mikilvæg undirstaða þegar kemur að markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi, sem skal ná eigi síðar en 2040.

Í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er metinn beinn ávinningur 26 aðgerða á ábyrgð stjórnvalda í samfélagslosun (ESR) Íslands. Út frá reiknilíkönum Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar má áætla að áætlunin skili a.m.k. 35-45% samdrætti. Hærri talan gerir ráð fyrir árangursríkri innleiðingu og framkvæmd aðgerða sem ekki var hægt að meta beint. Einnig var teymi rannsakenda við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fengið til að framkvæma mat á ávinningi almenningssamgangna og virkra ferðamáta og hagrænna hvata og er það mat einnig innifalið í áætluðum samdrætti.

Markmið stjórnarsáttmála um að ná 55% samdrætti í samfélagslosun er mjög metnaðarfullt. Ekki er raunhæft að slá því föstu aðgerðir í þessari uppfærslu nái því markmiði, en vitað er að öflug innleiðing nýrra tæknilausna vinnur hratt á þeim samdrætti sem eftir er. Þannig er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið allt hafi auga með þeirri tækniþróun grænna lausna sem er á fleygi ferð út um allan heim og sem mun áfram hafa mikil áhrif á neysluval og hegðun.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (56)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is