Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.6.2024

2

Í vinnslu

  • 22.6.–25.8.2024

3

Samráði lokið

  • 26.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-114/2024

Birt: 7.6.2024

Fjöldi umsagna: 27

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að flokkun fimm virkjunarkosta

Niðurstöður

Þann 7.6.2024. hófst tveggja vikna kynningar- og samráðsferli í samræmi við ákvæði fyrri hluta 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011. Þetta samráðsferli, sem er um drög að flokkun virkjunarkostanna stóð til 21.6. 2024. Verkefnisstjórn gerir ekki breytingar á tillögunum áður en seinna samráðið hefst. Hins vegar munu þær ábendingar og athugasemdir sem verkefnisstjórn bárust eftir 2 vikna samráðsferilinn verða teknar til frekari skoðunar samhliða og að loknu hinu lögbundna 12 vikna umsagnarferli.

Málsefni

Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að flokkun virkjunarkostanna Bolaalda, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.

Nánari upplýsingar

Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki 2 vikur. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að hefja formlegt 12 vikna umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnar.

Í eftirfarandi greinargerð setur verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar fram tillögur að flokkun fimm virkjunarkosta, þ.e. eins í jarðvarma, Bolaalda og fjögurra í vatnsafli, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.

Verkefnisstjórn fól öllum fjórum faghópum sínum að vinna greiningar og leggja mat á áhrif virkjunarkostanna. Þær greiningar liggja nú fyrir og fylgja niðurstöður þeirra sem fylgiskjöl með greinargerðinni. Verkefnisstjórn hefur einnig fengið kynningar á og farið yfir niðurstöður úr vinnu faghópanna og metið í samhengi við greiningar á öðrum þáttum fyrir viðkomandi virkjunarkosti. Á þeim grunni gerir verkefnisstjórn drög að tillögum til ráðherra að röðun þessara virkjunarkosta og eru þær tillögur hér settar fram í opna, almenna 2 vikna umsögn.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (19)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

ust@ust.is