Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–24.6.2024

2

Í vinnslu

  • 25.6.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-112/2024

Birt: 3.6.2024

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á skipulagsreglugerð sem felur í sér innleiðingu nýrra ákvæða um gerð raflínuskipulags til samræmis við breytingar á skipulagslögum.

Nánari upplýsingar

Þann 1. nóvember 2023 tóku gildi lög nr. 35/2023 um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, sem fólu í sér innleiðingu heimildar til gerðar svonefnds raflínuskipulags, þ.e. til töku sameiginlegrar skipulagsákvörðunar þvert á sveitarfélagamörk vegna framkvæmdar í flutningskerfi raforku. Meðfylgjandi reglugerðardrög fela í sér breytingar á skipulagsreglugerð til samræmis við framangreindar breytingar á skipulagslögum. Er helsta breytingin sú að við skipulagsreglugerð bætist nýr kafli, 7. kafli, sem fjallar um undirbúning og gerð raflínuskipulags og störf raflínunefndar.

Reglugerðardrögin kveða jafnframt á um tilteknar aðrar nauðsynlegar breytingar á skipulagsreglugerð, fyrst og fremst til að samræma ákvæði hennar nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, sem komu í stað laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og laga um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is