Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.5.–21.6.2024

2

Í vinnslu

  • 22.6.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-109/2024

Birt: 24.5.2024

Fjöldi umsagna: 20

Drög að stefnu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Hvítbók í málefnum innflytjenda

Málsefni

Hér eru lögð fram til umsagnar drög að stefnu, Samfélag okkar allra – framtíð og stefna í málefnum innflytjenda. Markmiðið er að hvetja til umræðu um stefnuna og möguleg áhrif hennar á samfélagið.

Nánari upplýsingar

Í hvítbók er að finna fyrstu drög að stefnu í málefnum innflytjenda hér á landi. Þar kemur í fyrsta sinn fram framtíðarsýn stjórnvalda og meginmarkmið til næstu fimmtán ára. Stefnan er unnin í breiðu samráði við haghafa og almenning með sérstakri áherslu á aðkomu innflytjenda sjálfra. Alls hafa um 550 einstaklingar komið að vinnunni og er hvítbókin niðurstaða þessa breiða samráðs. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós til framtíðar og styrkja grundvöll ákvarðana um þau málefni sem snerta líf og velferð innflytjenda hér á landi. Hún leggur grunn að samábyrgð samfélagsins, jafnt innlendra sem innflytjenda, á mótun inngildandi samfélags.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hyggst á haustþingi leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnuna ásamt framkvæmdaáætlun til að fylgja eftir markmiðum hennar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (81)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is