Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.5.–5.6.2024

2

Í vinnslu

  • 6.6.–8.8.2024

3

Samráði lokið

  • 9.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-108/2024

Birt: 22.5.2024

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála

Niðurstöður

Reglugerð var birt 4. júlí 2024, sjá https://island.is/reglugerdir/nr/0786-2024.

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála.

Nánari upplýsingar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar umsagna um drög að reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála.

Í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál er kveðið á um að ráðherra beri ábyrgð á gerð tveggja áætlana á sviði loftslagsmála. Annars vegar aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna og hins vegar áætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum, sbr. 5. gr. a. laganna.

Meginmarkmið reglugerðarinnar er að tilgreina að verkefnisstjórn hafi umsjón með gerð beggja áætlana ásamt því að í stjórninni eigi sæti fulltrúar allra ráðuneyta auk fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (22)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is