Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.5.–5.6.2024

2

Í vinnslu

  • 6.6.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-108/2024

Birt: 22.5.2024

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála.

Nánari upplýsingar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar umsagna um drög að reglugerð um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála.

Í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál er kveðið á um að ráðherra beri ábyrgð á gerð tveggja áætlana á sviði loftslagsmála. Annars vegar aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna og hins vegar áætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum, sbr. 5. gr. a. laganna.

Meginmarkmið reglugerðarinnar er að tilgreina að verkefnisstjórn hafi umsjón með gerð beggja áætlana ásamt því að í stjórninni eigi sæti fulltrúar allra ráðuneyta auk fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (22)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is