Til umsagnar
17.–31.5.2024
Í vinnslu
1.–20.6.2024
Samráði lokið
21.6.2024
Mál nr. S-106/2024
Birt: 17.5.2024
Fjöldi umsagna: 1
Drög að stefnu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Umsögn barst frá Kauphöll Íslands hf. Með tilliti til hennar er í uppfærðri áætlun áformað að frumvarp til að innleiða tilskipun (ESB) 2024/790 og reglugerð (ESB) 2024/791 („MiFID/MiFIR Review“) verði lagt fyrir Alþingi á næsta löggjafarþingi. Fáeinar aðrar breytingar hafa verið gerðar á áætluninni, þar á meðal að einfalda lítillega framsetninguna, fella brott reglugerð (ESB) 2022/858 sem var innleidd með lögum um innviði markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni og að færa áætlaða gildistöku reglugerðar (ESB) 2024/1623 („CRR III“) fram til 1. ársfjórðungs 2025.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir í annað sinn áætlun um forgangsröðun vinnu við innleiðingu Evrópugerða á fjármálamarkaði.
Í fylgiskjalinu „Nánari upplýsingar“ eru upplýsingar um upptöku og innleiðingu Evrópugerða á fjármálamarkaði, skýringar á áætluninni og upplýsingar um framgang síðustu áætlunar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa fjármálamarkaðar
fjr@fjr.is