Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.5.2024

2

Í vinnslu

  • 30.5.–11.8.2024

3

Samráði lokið

  • 12.8.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-104/2024

Birt: 15.5.2024

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskólastig

Reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum

Niðurstöður

Tvær umsagnir bárust um reglugerðardrögin sem tekið hefur verið tillit til við frekari vinnslu draganna. Reglugerðin ásamt enskri þýðingu verður birt í Stjórnartíðindum von bráðar.

Málsefni

Hér er um að ræða drög að nýjum reglum um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum. Lagðar eru til breytingar meðal annars vegna fyrirhugaðrar fullrar aðildar Gæðaráðs háskóla að ENQA.

Nánari upplýsingar

Nú hefur þriðju rammaáætlun Gæðaráðs verið hleypt af stokkunum og með því hefst þriðja gæðalotan

sem íslenskir háskólar fara í gegnum. Í lok hverrar áætlunar eru utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til að

rýna starf Gæðaráðs og handbók annarrar rammaáætlunar. Sú úttekt leiddi meðal annars í ljós þörf á breytingum á heiti og uppbyggingu ráðsins sem og þörf á breytingum vegna fyrirhugaðrar fullrar aðildar þess að ENQA (European Association of Quality Assurance in

Higher Education) árið 2025. Með reglum þessum eru lagðar til slíkar breytingar og er reglunum ætlað að leysa af hólmi gildandi reglur, nr. 1368/2018.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (12)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðamála

hvin@hvin.is