Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–17.5.2024

2

Í vinnslu

  • 18.5.–7.7.2024

3

Samráði lokið

  • 8.7.2024

Mál nr. S-97/2024

Birt: 5.5.2024

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Breytingar á tilvísunum fyrir börn

Niðurstöður

Þann 1. júní tóku gildi breytingar á reglugerðum um tilvísanir fyrir börn og greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sem voru í samræmi við þær tillögur sem kynntar voru í samráðsgátt.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir í samráðsgátt drög að breytingum á reglugerðum með það fyrir augum að fækka tilvísunum frá heimilis- og heilsugæslulæknum.

Nánari upplýsingar

Ráðuneytið hefur unnið að breytingum á tilvísanakerfinu í samráði við helstu hagaðila en helsta markmið breytinganna er að draga úr tilvísunum frá heimilis- og heilsugæslulæknum. Breytingarnar varða reglugerð um tilvísanir fyrir börn, nr. 313/2017, og reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nr. 1551/2023. Börn á aldrinum tveggja að 18 ára greiða ekkert gjald vegna sérgreinalæknþjónustu séu þau með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni, en án tilvísunar greiða þau 1/3 af því sem sjúkratryggðir greiða almennt. Uppsetning tilvísanakerfisins í dag veldur því að vinna við tilvísanir er fyrirferðarmikil í störfum heimilis- og heilsugæslulækna en ráðuneytið hefur unnið að því að móta tillögur að breytingum.

Þær breytingar sem nú eru kynntar fela í sér að barn, sem hefur leitað til sérgreinalæknis, mun ekki þurfa að fara aftur á heilsugæslu og fá nýja tilvísun ef það þarf á þjónustu annars sérgreinalæknis að halda, líkt og nú gildir. Sérgreinalæknir geti þannig vísað barni til annars sérgreinalæknis án aðkomu heilsugæslunnar. Þá er lagt er til að sjúkrahúslæknum verði heimilt að vísa barni til sérgreinalæknis í stað tilvísunar frá heilsugæslulækni. Með þessum breytingum verði töluverð fækkun á tilvísunum.

Þá er lagt til að bráða- og vaktþjónusta barnalækna, þjónusta kvensjúkdómalækna og þjónusta augnlækna verði gjaldfrjáls fyrir börn og ekki þörf á tilvísun fyrir fullri greiðsluþátttöku. þannig óháð tilvísun frá heilsugæslu. Er einnig lagt til að myndgreiningar- og rannsóknarþjónusta fyrir börn verði gjaldfrjáls óháð tilvísun. Loks að heimilt verði að gefa út tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun sem gildir að 18 ára aldri.

Stefnt er að því að meta áhrif breytinganna í haust.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

hrn@hrn.is