Til umsagnar
30.4.–14.5.2024
Í vinnslu
15.5.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-96/2024
Birt: 30.4.2024
Fjöldi umsagna: 10
Drög að stefnu
Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu í neytendamálum til 2030
Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu í neytendamálum til ársins 2030.
Samkvæmt drögunum er framtíðarsýnin sú að á Íslandi verði traust og nútímaleg löggjöf á sviði neytendamála, sem stenst samanburð við nágrannalönd Íslands og stuðli að virkri neytendavitund og trausti neytenda m.a. hvað varðar reglufylgni og markaðseftirlit. Jafnframt að hér sé fagleg og skilvirk stofnanaumgjörð neytendamála, sem starfi með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Til að tryggja þessa framtíðarsýn er í drögunum sett fram aðgerðaáætlun sem unnið verði eftir til ársins 2030. Um er að ræða níu skilgreindar aðgerðir sem ná yfir uppfærslu og nútímavæðingu löggjafar á sviði neytendamála, aukna áherslu á netviðskipti og stafvæðingu, aukna neytendavernd á sviði fjármálaþjónustu og áherslu á fjármálalæsi, sérstakar þarfir viðkvæmra hópa neytenda, aukna neytendavernd við fasteignakaup, græna umbreytingu á sviði neytendamála, styrkingu stofnanaumgjarðar neytendamála, notkun íslensku við markaðssetningu og áherslu á rannsóknir, upplýsingagjöf og fræðslu til að efla neytendavitund.
Ráðgert er að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fram á Alþingi í maí, að loknu samráði.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa viðskipta og ferðamála
mvf@mvf.is