Til umsagnar
22.3.–19.4.2024
Í vinnslu
20.4.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-89/2024
Birt: 22.3.2024
Fjöldi umsagna: 55
Annað
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til samráðs tillögur að endurskoðuðum greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla frá 2013
Almennur hluti aðalnámskrár grunnskóla kom út árið 2011 en greinasvið hennar árið 2013. Gert er ráð fyrir að aðalnámskrá sé endurskoðuð reglulega og að þessu sinni kynnir mennta- og barnamálaráðuneytið til samráðs greinasvið hennar. Markmið endurskoðunar er að bregðast við ákalli skólasamfélagsins um endurskoðun greinasviðanna með áherslu á einföldum, samræmingu umfangs hæfniviðmiða og samræmingu undirkafla allra greinasviða.
Grundvöllur vinnunnar hvílir á skýrslu ráðuneytis, Mat á innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla frá september 2020 og samtali undirbúningshóps við skólasamfélagið ásamt drögum að matsviðmiðum fyrir 4. og 7. bekk sem voru sett í samráðsgátt árið 2021. Tillögur um breytingar frá gildandi köflum taka m.a. mið af gagnrýni skólasamfélagins sem komið hefur fram sl. ár og samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna ára. Menntamálastofnun stóð að framkvæmd endurskoðunarinnar í umboði mennta- og barnamálaráðuneytis en samtals- og upplýsingafundir voru haldnir fyrir hverja af þremur lotum endurskoðunar með fulltrúum kennara og skólastjórnenda í grunnskólum og fleiri aðilum svo sem Menntavísindasviði HÍ, Kennaradeild HA, Menntamálastofnun, ráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Helstu nýmæli eru m.a. að fyrirliggjandi drög innihalda þrjá kafla innan hverrar námsgreinar og kafli um menntagildi og megintilgang hefur verið samræmdur í lengd og innihaldi milli allra námssviða. Hvert hæfniviðmið hefur fengið yfirheiti sem gefur til kynna innihald og áhersluatriði þess. Endurskoðuð hafa verið hæfniviðmið námssviða og námsgreina og matsviðmið fyrir 10., 7. og 4. bekk. Kafli 27 með matsviðmiðum fyrir 4. og 7. bekk í íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum fellur brott þar sem viðmiðin falla inn í viðkomandi námssvið. Kafli 17 leysir af hólmi ýmis sameiginleg atriði í köflum allra námsgreina, s.s. um kennsluhætti og námsmat.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar
mrn@mrn.is