Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.3.–2.4.2024

2

Í vinnslu

  • 3.4.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-87/2024

Birt: 18.3.2024

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu faglegrar menntunar til starfa hér á landi, nr. 477/2020

Málsefni

Meðalhófsprófun vegna lögverndunar nýrra starfsgreina. ENIC/NARIC skrifstofan verði miðstöð viðurkenningar faglegrar menntunar. Fagráð um viðurkenningu faglegrar menntunar. Námspróf skíðakennara.

Nánari upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/958 frá 28. júní 2018 um meðalhófsprófun áður en samþykkt er ný lögverndun starfsgreina var tekin inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 243/2021 hinn 24. september 2021. Tilskipunin hefur nána skírskotun til tilskipunar 2005/36/EB um viðurkenningu faglegrar menntunar og hæfis. Að efni til varðar tilskipunin rýni á þörfinni fyrir lögverndun starfs áður en ákvörðun um slíkt er tekin og tekur til atriða sem til skoðunar koma í þeirri rýni. Ákvæði hér um eru tekin inn í reglugerð nr. 477/2020 um viðurkenningu faglegrar menntunar til starfa hér á landi sem liður í innleiðingu tilskipunarinnar. Nánari leiðbeiningar um mat á þörfinni fyrir lögverndun starfs verða birtar á innri vef Stjórnarráðsins sem liður í vinnslu stjórnarfrumvarpa.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hefur falið ENIC-NARIC skrifstofunni að vera upplýsingamiðstöð vegna viðurkenningar faglegrar menntunar í skilningi 28. gr. reglugerðar nr. 477/2020 í stað Menntamálastofnunar, sem sinnt hefur því hlutverki frá 2015. Af því tilefni er nauðsynlegt að gera breytingar á tilsvarandi ákvæði reglugerðarinnar.

Jafnframt er lagt til að niður falli 2. mgr. 28. gr. um sérstakt fagráð skipað fulltrúum fagráðuneyta og samtaka á vinnumarkaði sem er stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum er varða viðurkenningu faglegrar menntunar. Ekki virðist vera augljós þörf fyrir fagráð af því tagi.

Að auki er innleidd breyting á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/907 um námspróf fyrir skíðakennara sem gerð var með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2023/865 frá 23. febrúar 2023.

Um leið eru leiðréttar smávægilegar villur í reglugerðinni sem komið hafa í ljós við yfirlestur.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (9)

Umsjónaraðili

Skrifstofa framkvæmda og stjórnsýslu

hvin@hvin.is