Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–21.3.2024

2

Í vinnslu

  • 22.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-86/2024

Birt: 15.3.2024

Fjöldi umsagna: 55

Drög að frumvarpi til laga

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Breyting á lögum um listamannalaun

Málsefni

Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um listamannalaun sem miðar að því að stofna þrjá nýja launasjóði og fjölga þeim mánaðarlegu starfslaunum sem koma til úthlutunar.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, að unnið skuli að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna með sérstakri áherslu á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa í listum eða við skapandi greinar. Með frumvarpinu sætir listamannalaunakerfið efnislegri endurskoðun í fyrsta skipti frá setningu laganna árið 2009.

Í fyrsta lagi fela breytingarnar í sér stofnun þriggja nýrra launasjóða sem starfslaun eru veitt úr. Einn þeirra er sérgreindur sjóður fyrir kvikmyndahöfunda, þ.e. leikstjóra og handritshöfunda og er stofnun slíks sjóðs í samræmi við aðgerð 9 í kvikmyndastefnu til ársins 2030. Hinir tveir eru þverfaglegir sjóðir, annars vegar sjóður að nafni Vöxtur, sem ætlaður er ungum og upprennandi listamönnum, hins vegar sjóður að nafni Vegsemd, fyrir listamenn 67 ára og eldri, sem varið hafa starfsævi sinni í þágu listarinnar.

Í öðru lagi er þeim mánaðarlegu starfslaunum sem árlega koma til úthlutunar í kerfinu fjölgað úr 1.600 í 2.850, eða um samtals 1.250 mánaðarlaun. Af fjölguninni renna 500 mánuðir til hinna nýju sjóða en hinir 750 dreifast á milli þeirra sjóða sem fyrir voru. Dreifingin sem lögð er til með frumvarpinu byggist á fyrirkomulaginu eins og það er í gildandi lögum að teknu tilliti til tölfræðilegra upplýsinga frá Rannís um fjölda umsókna um listamannalaun úr hverjum sjóði, og hlutfall árangurs þeirra umsókna, á undanförnum 10 árum.

Með frumvarpinu er ætlunin að auka veg listsköpunar í landinu og bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig. Með tilkomu nýs sérgreinds sjóðs kvikmyndahöfunda eykst fjölbreytni þeirrar listaflóru sem nýtur opinbers stuðnings um starfslaunakerfið. Með tilkomu nýrra þverfaglegra sjóða byggist annars vegar undir grundvöll nýliðunar í listageiranum og hins vegar undir viðurkenningu og trygga afkomu þeirra sem reyndari eru og hafa helgað sig listinni.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa menningar og fjölmiðla

mvf@mvf.is