Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–21.3.2024

2

Í vinnslu

  • 22.3.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-85/2024

Birt: 14.3.2024

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskólastig

Breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir)

Málsefni

Með frumvarpinu er lögð til rýmkun á skilyrðum fyrir veitingu námsstyrkja, breytingar á fjármögnun Menntasjóðsins og lagt til að afnema ábyrgðarmannakerfi námslána að fullu.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu er brugðist við helstu annmörkum gildandi laga um Menntasjóð námsmanna sem fram hafa komið á síðastliðnum árum og ábendingar eru m.a. um í skýrslu um Menntasjóðinn sem ráðherra lagði fram í desember síðastliðnum (þskj. 765, 577. mál 154. löggjafarþings). Frumvarpinu er ekki ætlað að fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum en með því er brugðist við aðkallandi athugasemdum sem ráðast þarf í áður en kemur til heildarendurskoðunar á lögunum.

Helstu þættir frumvarpsins eru eftirfarandi:

-Í fyrsta lagi er lagt til að rýmka heimildir varðandi námsframvindu í tengslum við námsstyrki með 30% niðurfellingu lána við námslok. Breytingarnar rýmka skilyrði fyrir námsstyrkjum þannig að námsmenn geti áunnið sér styrk vegna eininga af tveimur námsleiðum í stað einnar áður; nemendur sem hefja nám í einni grein geta skipt yfir í annað nám en notið réttinda til námsstyrks í fyrra náminu samhliða nýja náminu

-Í öðru lagi er í frumvarpinu fjallað um hvernig fjármögnun Menntasjóðsins skuli háttað og lögð til sú breyting að í stað heimildar er Menntasjóðnum skylt að fjármagna lán til lánþega eingöngu með lánum frá Endurlánum ríkissjóðs þannig að útlán endurspegli fjármögnunarkjör sjóðsins að viðbættu föstu vaxtaálagi Menntasjóðs ásamt því að lagt er til að heimildarákvæði um greiðslur inn á lán frá Endurlánum ríkissjóðs án viðbótarkostnaðar með samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytisins falli brott en þess í stað mælt með því að sá ráðherra sem fer með lánsfjármál og lántökur fyrir hönd ríkissjóðs setji reglugerð um nánari útfærslu á þeim ákvæðum sem gilda um lánsfjármögnun Menntasjóðs.

-Í þriðja lagi er ábyrgðarmannakerfi lána úr Lánasjóði íslenskra námsmanna samkvæmt eldri lögum og lána úr Menntasjóði fellt niður að fullu. Eftir breytinguna verður í engum tilvikum kallað eftir því að lánþegar afli ábyrgða hjá þriðja aðila og þær ábyrgðir sem til staðar eru samkvæmt eldri og gildandi lögum falli niður.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðamála

hvin@hvin.is