Til umsagnar
12.–18.3.2024
Í vinnslu
19.3.2024–
Samráði lokið
Mál nr. S-83/2024
Birt: 12.3.2024
Fjöldi umsagna: 10
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilað að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans verði varið til fjárfestingar í tilteknum sjóði eða sjóðum um sameiginlega fjárfestingu.
Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er lögð áhersla á umbætur í lífeyrismálum. Meðal markmiða sáttmálans er að auka við valfrelsi í viðbótarlífeyrissparnaði með fjölgun fjárfestingarkosta.
Vörsluaðilar séreignarsparnaðar bjóða einstaklingum nú þegar upp á fjölbreyttar fjárfestingarleiðir þegar kemur að ávöxtun iðgjalda til séreignar. Framboð ávöxtunarleiða fyrir iðgjöld til séreignar er því töluvert auk þess sem einstaklingar velja sjálfir vörsluaðila iðgjaldanna. Einstaklingur hefur því val um til hvaða vörsluaðila iðgjöld hans renna sem og ávöxtunarleið sem vörsluaðili býður upp á. Að öðru leyti hefur rétthafi ekki frekari aðkomu að ákvarðanatöku um fjárfestingu iðgjaldanna. Í tillögum frumvarpsins felst að að rétthafi iðgjaldanna geti haft virkari aðkomu að því hvernig fjárfestingu þeirra er háttað
Í frumvarpinu eru lagðar til viðbætur við VII. kafla A. laganna sem tekur til fjárfestingaheimilda og fjárfestingastefnu séreignarsparnaðar. Aðallega er um að ræða tillögur um að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans til séreignarsparnaðar verði í heild eða að hluta varið til að fjárfesta í tilteknum verðbréfasjóðum (UCITS-sjóðum), sérhæfðum sjóðum og/eða peningamarkssjóðum sem rétthafi velur sjálfur. Lagt er til að um heimildarákvæði til handa vörsluaðila sé að ræða. Því er ekki lögð skylda á vörsluaðila að verða við slíkri beiðni rétthafa bjóði hann ekki upp á slíka fjárfestingarleið. Verði tillagan að lögum tekur hún til framtíðar iðgjalda rétthafa og þegar uppsafnaðs sparnaðar hans að heild eða hluta, sé það vilji rétthafa. Þá er í frumvarpinu lagt til að gert verði að skilyrði að hlutir eða hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum sem tillagan tekur til séu innleysanleg á hverju tíma velji rétthafi t.a.m. að gera breytingar á fjárfestingum sínum innan fjárfestingarleiðarinnar, skipta um fjárfestingarleið eða að færa sig á milli vörsluaðila. Einnig er í frumvarpinu lagt til að kveðið verði sérstaklega á um til hvaða iðgjalds til séreignar heimildin tekur.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa fjármálamarkaða
fjr@fjr.is