Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–19.3.2024

2

Í vinnslu

  • 20.3.–4.4.2024

3

Samráði lokið

  • 5.4.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-82/2024

Birt: 11.3.2024

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög o.fl

Niðurstöður

Frumvarpið var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 11.-19. mars 2024. Tvær umsagnir bárust um frumvarpið. Umfjöllun um umsagnir og viðbrögð við þeim má finna í samráðskafla frumvarpsins. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi, sjá nánar um þinglega meðferð málsins á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/939/?ltg=154&mnr=939

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru annars vegar lagðar til breytingar á lögum um samvinnufélög, en breytingarnar eru þríþættar. Viðamest breytingin lýtur að sporna við því að félagsmenn í samvinnufélagi geti tekið félagið yfir og útdeilt eignum þess til félagsmanna í stað þess að styðja áframhaldandi uppbyggingu á starfssvæði eða á starfssviði félagsins. Er því lagt til að felld verði brott heimild til að breyta rekstrarformi samvinnufélags í hlutafélag, takmarkanir verði settar við hámarksfjárhæð aðildargjalds og þrengri skorður verði settar við slit félags. Einnig eru lagðar til breytingar á lágmarksfjölda stofnenda samvinnufélaga til að auðvelda stofnun slíkra félaga. Þá er í frumvarpinu að finna minniháttar lagfæringar á löggjöfinni til að gera hana aðgengilegri. Hins vegar er í frumvarpinu að finna tillögur um að sett verði almenn reglugerðarheimild í lög um Evrópufélög og lög um evrópsk samvinnufélög.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa viðskipta og ferðamála

mvf@mvf.is